IPMA Young Crew á Íslandi

6. desember 2024

Stofnfundur IPMA Young Crew á Íslandi


Félag ungra verkefnastjóra á Íslandi hefur loks litið dagsins ljós! Þann 4.des fór fram stofnfundur IPMA Young Crew á Íslandi, sem er félag ungra verkefnastjóra á aldrinum 18-35 ára og er frábært tækifæri fyrir unga verkefnastjóra til að taka þátt í öflugum vettvangi fyrir fagþróun, uppbyggingu tengslanets og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.


Bráðabirgðastjórn hefur verið mynduð undir styrkri stjórn Höllu Margrétar Hinriksdóttur, stjórnarformanns en hana skipa:

  • Þorgeir Örn Tryggvason
  • Brynhildur Sigurðardóttir
  • Rúnar Freyr Ágústsson
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir
  • Kristín Guðmundsdóttir


Það verður spennandi að fylgjast með þessum sívaxandi hóp unga verkefnastjóra á Íslandi.

Ef þú hefur áhuga á að vera með eða lumar á góðri hugmynd að viðburði fyrir unga verkefnastjóra skaltu endilega skrá þig á listann á IPMA Young Crew eða senda póst á youngcrew@vsf.is



Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 21. ágúst 2024
Haustráðstefna VSF er óðum að taka á sig mynd.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 26. júlí 2024
Stjórn VSF hefur gengið frá ráðningu Agnesar Hólm Gunnarsdóttur sem nýrrar framkvæmdastýru félagsins. Agnes hefur töluverða reynslu af verkefnastjórnum, en hún hefur m.a. verið deildarstjóri
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 4. júlí 2024
Próf f. IPMA D-vottun mán 9.sept kl. 14:00 - Próf f.IPMA C-vottun þri 10.sept kl. 14:00
Share by: