Um VSF

framtíðarsýn vsf

Framtíðarsýn VSF

VSF er virkt samfélag fyrir alla sem vilja efla verkefnastjórnun á Íslandi og bæta árangur verkefna af öllu tagi.

Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) var stofnað 23. maí 1984 í því augnamiði að leiða þróun og eflingu verkefnastjórnunar á Íslandi. Félagið er öllum opið.

Tilgangur félagsins er að auka velsæld og árangur verkefna


Þessu náum við fram með að:

  • styrkja fagfólk í verkefnastjórnun með menntun, vottun, stöðlun, notkun viðurkenndra alþjóðlegra aðferða og úrræðum til að efla starfsferil sinn.
  • hlúa að samfélagi verkefnastjóra sem skuldbinda sig til siðferðislegra starfshátta, stöðugs náms og framúskarandi forystu við framkvæmd verkefna.
  • efla starfshætti, vísindi og starfsgrein verkefnastjórnunar um allan heim með samstarfi við menntastofnanir, alþjóðafélög og fyrirtæki. 


Share by: