Hafa samband
+354 854 4849
vsf@vsf.is
IPMA vottanir í verkefnastjórnun gilda í 5 ár en eftir þann tíma er hægt að sækja um endurvottun án þess að fara í próf og á minni tilkostnaði en frumvottun.
Umsóknin þarf að berast innan sex mánaða frá því að gildistími skírteinis rennur út. Í undantekningar tilfellum, með góðum rökstuðningi, getur sá tími lengst í 12 mánuði.
Endurvottunin gildir í 5 ár.
RAFRÆN UMSÓKN: 3-5 FYLGISKJÖL
Sótt er um endurvottun með að fylla út rafræna umsókn á þessari síðu. Nauðsynleg fylgiskjöl þurfa að fylgja með sem viðhengi.
Umsóknargögn fyrir endurvottun á D stigi:
Sjálfsmat D (form að neðan)
Yfirlit yfir fagþróun (form að neðan)
Ferliskrá/CV (form að eigin vali)
Umsóknargögn fyrir endurvottun á C og B stigi:
Sjálfsmat C og B (form að neðan)
Yfirlit yfir fagþróun og reynslu (form að neðan)
Ferilskrá/CV (form að eigin vali)
Þú sækir formin hér að ofan og fyllir út.
Vandaðu verkið og sjáðu til þess að lágmarkskröfur um reynslu og/eða fagþróun séu uppfylltar.
Þegar nauðsynleg form eru útfyllt eru þau send sem fylgiskjal með rafrænni umsókn neðst á þessari síðu.
Ekki gleyma ferilskránni sem þarf að innihalda tvo meðmælendur. 🎯
Þegar umsóknin hefur verið yfirfarin og samþykkt færðu sendan rafrænan reikning sem þarf að greiða áður en nýtt skírteini er gefið út.
Ef vafi leikur á að umsóknin uppfylli kröfur getur matsaðili leitað til meðmælanda, kallað eftir meiri gögnum eða óskað eftir viðtali með umsækjanda.
Þegar umsókn er frágengin er nýtt alþjóðaskírteini gefið út sem umsækjandi fær sent í tölvupósti. Leitast er við að klára umsóknarferlið á tveimur vikum.
Í kjölfarið er skráning hjá VSF og IPMA uppfærð og umsækjandi getur sótt myndræna staðfestingu (e.badge) á vefsíðu IPMA
MyIPMA - IPMA INTERNATIONAL PROJECT MANAGEMENT ASSOCIATION
This is the text area for this paragraph. To change it, simply click and start typing.