Hafa samband
+354 854 4849
vsf@vsf.is
Ekki er gerð krafa um hagnýta reynslu í verkefnastjórnun en kostur að hafa unnið í verkefnisskipulagi.
Prófað er í verkefnastjórnunarþekkingu samkvæmt hæfniviðmiðum IPMA.
Fyrsta skref er að sækja form fyrir sjálfsmat og meta eigin þekkingu samkvæmt hæfniviðmiðum IPMA.
Að lokum er umsóknarformið hér að neðan fyllt út.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu boð í próf á áður auglýstum tíma. Minnst sólahring fyrir próf færðu sent í tölvupósti link í rafrænt prófakerfi VSF. Niðurstöður úr prófi berast í síðasta lagi 2 vikum eftir prófdag.
Þegar próf er staðið og gengið hefur verið frá greiðslu færðu sent rafrænt alþjóðlegt skírteini fyrir IPMA D votttun.
Vottunin er gild í 5 ár en eftir þann tíma er hægt að sækja um endurvottun.