Tilgangur VSF er að auka velsæld og árangur verkefna

Skrifstofa VSF er lokuð vegna sumarleyfa til 11. ágúst

Haustráðstefna VSF nálgast!

:
:
:
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur

Viðburður liðinn!

Leiðir til árangurs!

Hvernig sköpum við árangur í breytilegum heimi verkefna, fólks og framtíðar?

Skrá mig takk!

Alþjóðleg IPMA vottun

VSF hefur ásamt öðrum þjóðum unnið ötullega að því að efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Innan vébanda IPMA® hefur verið unnið að því að móta og þróa skilgreiningar fyrir vottun verkefnastjóra á alþjóðlega vísu og hefur VSF frá upphafi tekið virkan þátt í því starfi.


Alþjóðavottanir í verkefnastjórnun

Hefurðu áhuga á IPMA vottun?

Við bjóðum reglulega upp á opna rafræna kynningarfundi um alþjóðlegar vottanir í verkefnastjórnun.

Næsti fundur er í hádeginu þann 25.ágúst.

Link í skráningu hér að neðan 👇

:
:
:
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur

Kynningarfundi lokið!

Viltu gerast félagi VSF?

Við kunnum að meta allan stuðning og samstarf við skipulagsheildir, félög, menntastofnanir og einstaklinga sem vija sýna stuðning við félagið og vera með okkur í að auka velsæld og bæta árangur verkefna á Íslandi!

Með félagaaðild VSF færðu að auki:

  • Aðgang að MyIPMA - útgefið efni um Best Practice og rannsóknir á alþjóðavísu.
  • Afslátt að IPMA vottunum.
  • Afslátt á Haustráðstefnu og aðra viðburði VSF. 
  • Tækifæri til að efla tengslanetið með fagstarfi og ýmsum prógrömmum á vegum IPMA ogVSF.
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 18. júlí 2025
Nýr alþjóðlegur leiðarvísir um IPMA vottun í verkefnastjórnun (ICR 2025 – International Certification Regulations) er nú opin öllum. Skjalið útskýrir á skýran og hnitmiðaðan hátt hvernig vottunarferlið hjá IPMA gengur fyrir sig, hvaða skilyrði gilda á hverju stigi og hvernig matsferli og endurvottun fara fram í öllum aðildarlöndum IPMA - yfir 70 talsins! Markmiðið er að stuðla að gagnsæi, alþjóðlegri viðurkenningu og samræmi í vottunarstarfi IPMA um heim allan. 📌 Helstu atriði: Lýsir uppbyggingu vottunarkerfisins á öllum stigum og sviðum Skilgreinir hæfnisskilyrði og flækjustig Útskýrir lykilferla vottunar og endurvottunar Stuðlar að gagnsæi fyrir umsækjendur, matsaðila og aðra hagsmunaaðila Opinberlega aðgengilegt til notkunar og miðlunar 📄 Sækja skjalið hér → IPMA International Certification Regulations (Public) 2025 Ef þú hefur áhuga á að öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun samkvæmt IPMA 4-L-C kerfinu, þá er þetta gagnlegt upphafsskjal til að kynna sér ferlið og skilyrðin. Nánari upplýsingar á vefsíðu VSF, þar eru reglulegir kynningarfundir einnig auglýstir.
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 9. apríl 2025
Það er ótrúlega spennandi að segja frá stofnun tveggja nýrra faghópa sem ætla að efla faglega umræðu og þekkingarmiðlun innan verkefnastjórnunar á Íslandi: 🔹 Leiðtogahæfni verkefnastjóra 🔹 Verkefnastofur og verkefnaskrár Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu félagar VSF sem tóku þátt í stofnfundi faghópa og stjórn VSF fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt sjálfboðastarf í þágu félagsins 💌 📌 Í faghópnum um leiðtogahæfni er áherslan á persónulegan og faglegan vöxt verkefnastjóra – samskipti, orkustjórnun, samningatækni, hvernig við peppum teymi og hvernig við byggjum upp öfluga, örugga og áhrifaríka leiðtoga í verkefnastjórnun. 📌 Í hópnum um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO) eru umræðurnar hagnýtar og djúpar – um ferla, governance, val á verkefnum, áhættumat, tól og tæki, og hvernig við byggjum upp vandað og faglegt utanumhald um fjárfestingasöfn og verkefnapípur. ✨ Stjórnendur hópanna eru komnir til starfa: ➡️ Þröstur Freyr Gylfason leiðir hópinn um leiðtogahæfni ➡️ Þröstur Elvar Óskarsson leiðir hópinn um verkefnastofur og verkefnaskrár Þeir eru báðir með mikla reynslu, djúpa innsýn og frábæran drifkraft – og við erum svo heppin að fá þá til liðs við okkur með öðrum frábærum meðstjórnendum 👏
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 6. desember 2024
Stofnfundur IPMA Young Crew á Íslandi
Eldri fréttir

Senda inn viðburð