Það er ótrúlega spennandi að segja frá stofnun tveggja nýrra faghópa sem ætla að efla faglega umræðu og þekkingarmiðlun innan verkefnastjórnunar á Íslandi: 🔹 Leiðtogahæfni verkefnastjóra 🔹 Verkefnastofur og verkefnaskrár Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu félagar VSF sem tóku þátt í stofnfundi faghópa og stjórn VSF fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt sjálfboðastarf í þágu félagsins 💌 📌 Í faghópnum um leiðtogahæfni er áherslan á persónulegan og faglegan vöxt verkefnastjóra – samskipti, orkustjórnun, samningatækni, hvernig við peppum teymi og hvernig við byggjum upp öfluga, örugga og áhrifaríka leiðtoga í verkefnastjórnun. 📌 Í hópnum um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO) eru umræðurnar hagnýtar og djúpar – um ferla, governance, val á verkefnum, áhættumat, tól og tæki, og hvernig við byggjum upp vandað og faglegt utanumhald um fjárfestingasöfn og verkefnapípur. ✨ Stjórnendur hópanna eru komnir til starfa: ➡️ Þröstur Freyr Gylfason leiðir hópinn um leiðtogahæfni ➡️ Þröstur Elvar Óskarsson leiðir hópinn um verkefnastofur og verkefnaskrár Þeir eru báðir með mikla reynslu, djúpa innsýn og frábæran drifkraft – og við erum svo heppin að fá þá til liðs við okkur með öðrum frábærum meðstjórnendum 👏
Senda inn viðburð