Alþjóðavottanir í verkefnastjórnun
Hefurðu áhuga á IPMA vottun?
Við bjóðum reglulega upp á opna rafræna kynningarfundi um alþjóðlegar vottanir í verkefnastjórnun.
Næsti fundur er í hádeginu þann 20.janúar.
Hlekkur í skráningu hér að neðan 👇
:
:
:
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur

Sterkt bakland stjórnenda hjá Landsvirkjun Frá vinstri: Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður − loftslag og sjálfbærni, Hörður Arnarson, forstjóri, Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur – þróun og auðlindir, Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda, Bjarni Pálsson, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma, Hjalti Páll Ingólfsson, forstöðumaður – þróun og auðlindir, Jónas Ketilsson, yfirverkefnisstjóri stækkunar Þeistareykja, Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri toppvélar, Agnes Hólm Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri VSF, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis, Axel Valur Birgisson, sérfræðingur – nærsamfélag og náttúra, Elísabet Guðjónsdóttir, sérfræðingur – innkaup.

Verkefnastjórnunarfélag Íslands óskar forsvarsmönnum VOGL námsins– Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun innilega til hamingju með að hafa á dögunum hlotið IPMA REG viðurkenningu frá International Project Management Association (IPMA). Þetta er fyrsta REG viðurkenningin sem veitt er hér á landi, og við hjá VSF erum bæði afar ánægð og stolt af því að hafa séð um útgáfu hennar sem eini viðurkenndi vottunaraðili IPMA á Íslandi. Viðurkenningin markar mikilvægan áfanga í faglegri þróun verkefnastjórnunarfræðslu á Íslandi og staðfestir að VOGL uppfyllir alþjóðleg gæðaviðmið í kennslu og þjálfun á þessu sviði. Alþjóðlegur gæðastimpill IPMA REG (Education & Training Registration System) er alþjóðlegt skráningarkerfi sem metur og viðurkennir fræðslu- og þjálfunarprógrömm sem uppfylla kröfur IPMA um faglega hæfni samkvæmt alþjóðaviðmiðum IPMA um hæfni verkefnastjóra (ICB - Individual Competence Baseline). Viðurkenningin staðfestir að innihald, kennsluhættir og markmið VOGL-námsins séu í fullu samræmi við þessi alþjóðlegu viðmið og að þátttakendur njóti fræðslu sem byggir á bestu starfsháttum í verkefnastjórnun og leiðtogafærni. Styrkir faglega þróun Með þessari viðurkenningu fær VOGL alþjóðlega stöðu sem skráð þjálfunarprógramm innan IPMA-samfélagsins. Það eykur gildi námsins fyrir nemendur sem nú geta nýtt sér viðurkennda hæfniþróun (CPD) og beina tengingu við IPMA vottanir en VOGL nemendur hafa um árabil lokið náminu með IPMA D vottun– Certified Project Management Associate. Samstarf og framþróun VOGL-námið er þróað og kennt af Nordica ráðgjöf í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands , og hefur á undanförnum árum eflt fjölda stjórnenda og verkefnastjóra með áherslu á bæði faglega og persónulega leiðtogahæfni. Við hjá VSF - Verkefnastjórnunarfélagi Íslands, fögnum þessum tímamótum sem mikilvægu framlagi til verkefnastjórnunar á Íslandi og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við VOGL og aðra aðila í þágu fagþróunar og gæðastefnu verkefnastjórnunar. Við óskum VOGL-teyminu innilega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir frábært samstarf í þágu faglegs vaxtar og framfara á Íslandi.

Nýr alþjóðlegur leiðarvísir um IPMA vottun í verkefnastjórnun (ICR 2025 – International Certification Regulations) er nú opin öllum. Skjalið útskýrir á skýran og hnitmiðaðan hátt hvernig vottunarferlið hjá IPMA gengur fyrir sig, hvaða skilyrði gilda á hverju stigi og hvernig matsferli og endurvottun fara fram í öllum aðildarlöndum IPMA - yfir 70 talsins! Markmiðið er að stuðla að gagnsæi, alþjóðlegri viðurkenningu og samræmi í vottunarstarfi IPMA um heim allan. 📌 Helstu atriði: Lýsir uppbyggingu vottunarkerfisins á öllum stigum og sviðum Skilgreinir hæfnisskilyrði og flækjustig Útskýrir lykilferla vottunar og endurvottunar Stuðlar að gagnsæi fyrir umsækjendur, matsaðila og aðra hagsmunaaðila Opinberlega aðgengilegt til notkunar og miðlunar 📄 Sækja skjalið hér → IPMA International Certification Regulations (Public) 2025 Ef þú hefur áhuga á að öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun samkvæmt IPMA 4-L-C kerfinu, þá er þetta gagnlegt upphafsskjal til að kynna sér ferlið og skilyrðin. Nánari upplýsingar á vefsíðu VSF, þar eru reglulegir kynningarfundir einnig auglýstir.
Senda inn viðburð

