Tilgangur VSF er að auka velsæld og árangur verkefna

Alþjóðleg IPMA vottun

VSF hefur ásamt öðrum þjóðum unnið ötullega að því að efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Innan vébanda IPMA® hefur verið unnið að því að móta og þróa skilgreiningar fyrir vottun verkefnastjóra á alþjóðlega vísu og hefur VSF frá upphafi tekið virkan þátt í því starfi.


Viltu gerast félagi VSF?

Við kunnum að meta allan stuðning og samstarf við skipulagsheildir, félög, menntastofnanir og einstaklinga sem vija sýna stuðning við félagið og vera með okkur í að auka velsæld og bæta árangur verkefna á Íslandi!

Með félagaaðild VSF færðu að auki:

  • Aðgang að MyIPMA - útgefið efni um Best Practice og rannsóknir á alþjóðavísu.
  • Afslátt að IPMA vottunum.
  • Afslátt á Haustráðstefnu og aðra viðburði VSF. 
  • Tækifæri til að efla tengslanetið með fagstarfi og ýmsum prógrömmum á vegum IPMA ogVSF.
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 9. apríl 2025
Það er ótrúlega spennandi að segja frá stofnun tveggja nýrra faghópa sem ætla að efla faglega umræðu og þekkingarmiðlun innan verkefnastjórnunar á Íslandi: 🔹 Leiðtogahæfni verkefnastjóra 🔹 Verkefnastofur og verkefnaskrár Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu félagar VSF sem tóku þátt í stofnfundi faghópa og stjórn VSF fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt sjálfboðastarf í þágu félagsins 💌 📌 Í faghópnum um leiðtogahæfni er áherslan á persónulegan og faglegan vöxt verkefnastjóra – samskipti, orkustjórnun, samningatækni, hvernig við peppum teymi og hvernig við byggjum upp öfluga, örugga og áhrifaríka leiðtoga í verkefnastjórnun. 📌 Í hópnum um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO) eru umræðurnar hagnýtar og djúpar – um ferla, governance, val á verkefnum, áhættumat, tól og tæki, og hvernig við byggjum upp vandað og faglegt utanumhald um fjárfestingasöfn og verkefnapípur. ✨ Stjórnendur hópanna eru komnir til starfa: ➡️ Þröstur Freyr Gylfason leiðir hópinn um leiðtogahæfni ➡️ Þröstur Elvar Óskarsson leiðir hópinn um verkefnastofur og verkefnaskrár Þeir eru báðir með mikla reynslu, djúpa innsýn og frábæran drifkraft – og við erum svo heppin að fá þá til liðs við okkur með öðrum frábærum meðstjórnendum 👏
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 6. desember 2024
Stofnfundur IPMA Young Crew á Íslandi
Eftir Agnes Hólm Gunnarsdóttir 6. nóvember 2024
Næstu IPMA vottanir í verkefnastjórnun - feb 2025
Eldri fréttir

Senda inn viðburð